Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 27. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Thiago, Keita og Matip líklega ekki með Liverpool í kvöld
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir ólíklegt að Thiago Alcantara, Naby Keita og Joel Matip verði klárir fyrir leikinn gegn danska liðinu Midtjylland í Meistaradeildinni í kvöld.

Keita hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna kórónuveirunnar en Matip og Thiago meiddist gegn Everton um þarsíðustu helgi.

Fjarvera Matip þýðir að miðjumaðurinn Fabinho verður væntanlega áfram við hlið Joe Gomez í hjarta varnarinnar í kvöld.

„Ég sagði í síðustu viku að við myndum skoða þetta frá degi til dags en ég held að þetta verði nokkrir dagar í viðbót," sagði Klopp í gær.
Athugasemdir