banner
   mið 27. október 2021 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola hrósaði Moyes - „West Ham er með frábæran þjálfara"
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gat ekki annað en hrósað West Ham United eftir tapið gegn þeim í enska deildabikarnum í kvöld en West Ham hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

West Ham hefur verið að gera góða hluti undir stjórn David Moyes og átti City í erfiðleikum með liðið í Lundúnum í kvöld. Staðan var markalaust eftir venjulegan leiktíma en West Ham vann í vítakeppninni.

Guardiola hefur stýrt City til sigurs í þessari keppni síðustu fjögur ár en nú er City úr leik. Þetta er fyrsti tapleikur liðsins í bikarnum síðan 2016.

„Þetta var einn af okkar erfiðustu leikjum gegn þeim. Þeim gengur vel í úrvalsdeildinni, Evrópudeildinni og eru núna komnir í átta liða úrslit deildabikarsins."

„Þetta er frábært lið með frábæran þjálfara. Við spiluðum okkar leik og stundum getur þetta gerst. Þegar þú ferð í vítaspyrnukeppni þá getur allt gerst. Við mætum aftur til leiks á næsta tímabili,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner