Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. október 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfaramálin - Óvissa með sex störf eins og er
Arnar Grétarsson tók við Val og Hallgrímur Jónasson tók við KA.
Arnar Grétarsson tók við Val og Hallgrímur Jónasson tók við KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Sigurvin aðalþjálfari FH?
Verður Sigurvin aðalþjálfari FH?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Ingi Guðmundsson stýrir HK áfram.
Ómar Ingi Guðmundsson stýrir HK áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sig tók við Grindavík.
Helgi Sig tók við Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári hætti með Kórdrengi og tók við Vestra.
Davíð Smári hætti með Kórdrengi og tók við Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adda kemur inn í þjálfarateymi Vals.
Adda kemur inn í þjálfarateymi Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías er orðaður við kvennalið ÍBV og Keflavík.
Alfreð Elías er orðaður við kvennalið ÍBV og Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn (til vinstri) tók við Þór/KA á nýjan leik..
Jóhann Kristinn (til vinstri) tók við Þór/KA á nýjan leik..
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Sumarið er búið og það eru nokkrar stöður lausar í þjálfaramálum í efstu tveimur deildum karla og Bestu deild kvenna. Þá er óvíst með nokkrar stöður.

Hér má sjá hvernig staðan er á þjálfaramálunum í þessum þremur deildum eins og staðan er núna.

Besta deild karla

Breiðablik - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Þjálfari Íslandsmeistarana er með samning áfram. Hann hefur vakið áhuga erlendis enda náð gríðarlega flottum árangri en hann sjálfur gerir ekki ráð fyrir öðru en að hann verði áfram.

KA - Hallgrímur Jónasson
Tók nýverið við KA af Arnari Grétarssyni og mun þjálfa liðið næstu árin. Efnilegur þjálfari sem er að taka sitt fyrsta skref sem aðalþjálfari. Verður áhugavert að sjá hver verður aðstoðarmaður hans en Igor Bjarni Kostic er líklegastur í það starf.

Víkingur - Arnar Gunnlaugsson
Framlengdi við Víkinga fyrir stuttu og verður þar áfram. Náð stórkostlegum árangri og það eru gríðarlega góð tíðindi fyrir Víkinga að hann verði áfram.

KR - Rúnar Kristinsson
Það hafa verið sögur um þjálfarabreytingar í Vesturbænum en útlit er fyrir að Rúnar muni halda áfram með liðið. Hann er allavega með ár eftir af samningi sínum. KR er í leit að aðstoðarþjálfara og hefur Baldur Sigurðsson verið orðaður við þá stöðu.

Valur - Arnar Grétarsson
Arnar mun taka við liðinu eftir leiktíðina eftir að hafa gert gott mót með KA. Sigurður Heiðar Höskuldsson, sem hefur stýrt Leikni síðustu ár, verður aðstoðarþjálfari Arnars á Hlíðarenda.

Stjarnan - Ágúst Gylfason
Það stefnir í að Ágúst Gylfason verði áfram þjálfari Stjörnunnar en innan félagsins hefur verið rætt um þjálfaramál og Heimir Guðjónsson og Davíð Snorri Jónasson verið á blaði í Garðabænum. Jökull Elísabetarson verður áfram aðstoðarþjálfari.

Keflavík - Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Siggi Raggi er með samning áfram og verður væntanlega áfram sem þjálfari ársins. Hefur náð mjög flottum árangri.

Fram - Jón Sveinsson
Nonni verður áfram en heyrst hefur að það muni bætast við þjálfarateymið fyrir næsta tímabil.

ÍBV - Hermann Hreiðarsson
Hemmi verður að öllum líkindum áfram en hver verður aðstoðarþjálfari hans? Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur aðstoðað hann í síðustu leikjum.

FH - ÓVÍST
Sigurvin Ólafsson hefur staðfest að hann verði áfram en það er óvíst hvort hann verði aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Ekki er talið líklegt að Eiður Smári Guðjohnsen mæti aftur til starfa hjá félaginu. Heimir Guðjónsson hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á starfinu.

ÍA - Jón Þór Hauksson
Hefur staðfest að hann verði áfram með liðið á næstu leiktíð. Stefnan verður eflaust sett á að fara beint aftur upp.

Leiknir R. - ÁN ÞJÁLFARA
Sigurður Heiðar Höskuldsson er að taka við sem aðstoðarþjálfari Vals. Ejub Purisevic er talinn líklegastur til að taka við Leikni af honum.

Fylkir - Rúnar Páll Sigmundsson
Kom liðinu upp í fyrstu tilraun og mun starfa áfram í Árbænum í deild þeirra bestu.

HK - Ómar Ingi Guðmundsson
Hefur þjálfað í HK síðan árið 2000 en hann tók við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla snemma á síðustu leiktíð. Hann gerði vel og fær núna stórt verkefni.

Lengjudeildin

Grótta - ÓVÍST
Englendingurinn Chris Brazell stýrði Gróttu á síðustu leiktíð og félagið vill halda honum áfram, en það er óvíst hvort hans hugur sé enn á Seltjarnarnesinu.

Fjölnir - Úlfur Arnar Jökulsson
Ekki er búist við öðru en að Úlfur Arnar verði áfram við stýrið í Grafarvogi.

Kórdrengir - ÁN ÞJÁLFARA
Davíð Smári Lamude er hættur og það eru mjög fáar sögur í gangi um það hver gæti tekið við Kórdrengjum. Davíð Smári skipti gríðarlega miklu máli fyrir félagið.

Grindavík - Helgi Sigurðsson
Ákveðið var að fara í breytingar eftir tímabilið og tók Helgi Sigurðsson við Grindavík. Stefnan er sett á að fara upp en Helgi kann þá list vel.

Þór - Þorlákur Árnason
Ekki heyrist annað en að Þorlákur muni halda áfram að byggja upp í Þorpinu.

Afturelding - Magnús Már Einarsson
Hefur stýrt Aftureldingu undanfarin tvö tímabil og verður áfram í starfinu.

Selfoss - Dean Martin
Enski Íslendingurinn framlengdi samning sinn við Selfoss og verður áfram við stjórnvölinn.

Vestri - Davíð Smári Lamude
Hætti með Kórdrengi og fer vestur. Hefur sannað að hann sé öflugur þjálfari og það verður áhugavert að sjá hvernig honum vegnar hjá nýju félagi.

Njarðvík - Arnar Hallsson
Ákváðu að fara í þjálfarabreytingu eftir að félagið komst upp. Bjarni Jóhannsson sagði skilið við félagið eftir tvö ár og var Arnar Hallsson ráðinn í hans stað.

Þróttur R. - Ian Jeffs
Jeffsy verður áfram í Laugardalnum eftir að hafa komið liðinu upp í fyrstu tilraun.

Besta deild kvenna

Valur - Pétur Pétursson
Pétur gerði liðið að tvöföldum meisturum og á næsta ári verður markmiðið að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar líka. Adda Baldursdóttir kemur inn í þjálfarateymið eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Stjarnan - Kristján Guðmundsson
Hefur gert frábæra hluti með liðið. Á næsta ári verður Stjarnan með í Meistaradeildinni og þar verður Kristján á hliðarlínunni.

Breiðablik - Ásmundur Arnarsson
Það heyrist ekki annað úr Kópavogi en að Ási verði áfram þrátt fyrir vonbrigðasumar.

Þróttur R. - Nik Chamberlain
Planið hjá Nik er að halda áfram að taka skref í rétta átt.

Selfoss - Björn Sigurbjörnsson
Björn skrifaði undir þriggja ára samning í fyrra og verður áfram. Hann verður að finna sér nýjan aðstoðarþjálfara því Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir ákvað að taka sér frí frá þjálfun.

ÍBV - ÁN ÞJÁLFARA
Jonathan Glenn var rekinn og var hann ósáttur við það. Heyrst hefur að Alfreð Elías Jóhannsson sé efstur á blaði hjá Vestmannaeyingum.

Þór/KA - Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jón Stefán Jónsson og Perry McLachlan voru látnir fara eftir sumarið. Inn í þeirra stað kom Jóhann Kristinn Gunnarsson sem stýrði Þór/KA til Íslandsmeistaratitils árið 2012.

Keflavík - ÁN ÞJÁLFARA
Gunnar Magnús Jónsson var rekinn eftir síðustu leiktíð og tók hann við Fylki. Úlfur Blandon sagði nei og það gerði Freyr Sverrisson líka. Mörg nöfn hafa verið nefnd í tengslum við starfið: Alfreð Elías Jóhannsson, Jonathan Glenn, Jón Stefán Jónsson, Marc McAusland, Perry McLaghlan og Christopher Harrington.

FH - Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir
Bræðurnir komu FH upp og koma til með að stýra liðinu áfram í efstu deild á næsta tímabili.

Tindastóll - Halldór Jón Sigurðsson
Donni stýrir Tindastóli áfram í Bestu deildinni. Sögur eru um að bróðir hans, Konráð Freyr, verði aðstoðarþjálfari næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner