Pablo Marí leikmaður Arsenal sem er á láni hjá Monza á Ítalíu varð fyrir hnífaárás í verslunarmiðstöð í Mílanó í kvöld.
Maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöðinni en talið er að einn sé látinn og nokkrir slasaðir. Marí var fluttur á sjúkrahús en Mikel Arteta stjóri Arsenal tjáði sig um atvikið eftir leik Arsenal gegn PSV í Evrópudeildinni í kvöld.
„Ég var bara að heyra af þessu. Ég veit að Edu er búinn að vera í sambandi við ættingja hans. Hann er á spítala en virðist vera í lagi með hann," sagði Arteta.
Marí hefur leikið átta leiki með Monza í Serie A og skorað eitt mark.
Athugasemdir