„Mér fannst við heilt yfir vera góðar í þessum leik. Við gáfum þeim alveg góðan leik á Laugardalsvelli og hefðum viljað fá meira út úr honum. Ég er líka ánægð með fyrsta landsleikinn, það er alltaf gott,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir en hún lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Danmörk
„Tilfinningin hefði auðvitað verið aðeins betri ef við hefðum náð að jafna. Það var markmiðið en það var geggjað að fá þetta tækifæri. Að fá traustið. Ég vissi að þegar ég kæmi inná þyrfti ég að setja smá power í þetta og reyna mitt besta til að búa eitthvað til og hjálpa liðinu,“ sagði Bryndís sem hefur átt frábært fótboltaár. Hún varð Íslandsmeistari, markahæst í Bestu deildinni og valin best í deildinni af leikmönnum deildarinnar. Hvað er næst á dagskrá hjá Bryndísi?
„Næst er bara að klára leikinn á móti Þýskalandi. Svo bara að vinna að því að verða betri leikmaður.“
Hægt er að horfa á allt viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
























