Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fös 27. október 2023 10:13
Elvar Geir Magnússon
Danskur markvörður til Vestra (Staðfest)
Andreas Söndergaard.
Andreas Söndergaard.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Vestra í Bestu deildinni hafa samið við danska markvörðinn Andreas Söndergaard.

Andreas sem er 22 ára gamall, var síðast samningsbundinn Swansea City á Bretlandi. Hann er uppalinn hjá OB í Danmörku, þar var hann til ársins 2018 þegar hann hélt ungur að aldri til enska félagsins Wolves.

Andreas á að baki 21 landsleiki fyrir yngri landslið Danmerkur en hann náði ekki að leika aðalliðsleiki fyrir Swansea og Wolves.

„Við hlökkum mikið til sjá Andreas á vellinum og bjóðum hann innilega velkominn til Vestra," segir í yfirlýsingu félagsins. Vestri komst upp í Bestu deildina gegnum umspilið á liðnu tímabili. Marvin Darri Steinarsson og Brasilíumaðurinn Rafael Broetto vörðu mark Vestra á tímabilinu.

Það er svo sannarlega danskur blær yfir varnarleik Vestramanna en á dögunum gerði félagið nýja samninga við miðverðina sína tvo sem einnig eru danskir.

   17.10.2023 07:00
Vestri framlengir við miðvarðaparið

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner