Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 27. október 2023 12:43
Elvar Geir Magnússon
Þrír yfirgefa Vestra - Óskuðu eftir að losna undan samningum
Deniz Yaldir.
Deniz Yaldir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Leikmannahópur Vestra er að slípast en tveir erlendir leikmenn hafa yfirgefið félagið. Það eru þeir Deniz Yaldir og markvörðurinn Rafael Broetto sem báðir óskuðu eftir því að losna undan samningum.

„Stjórn Vestra hefur orðið að þeirri beiðni. Báðir spiluðu megnið af leikjunum í sumar og áttu stóran þátt í því að tryggja liðinu sæti í Bestu deildinni að ári. Stjórn Vestra vill þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni," segir á heimasíðu Vestra.

Einnig hefur Brenton Muhammed látið af störfum sem markmannsþjálfari Vestra en hann er fyrrum leikmaður liðsins.

„Brenton er frábær karakter og hæfileikaríkur þjálfari sem hefur verið stór partur af hópnum síðastliðin fimm ár, bæði sem leikmaður og þjálfari. Við þökkum Brenton kærlega fyrir sitt framlag til klúbbsins og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni."

Fyrr í dag tilkynnti Vestri að danskur markvörður hefði skrifað undir hjá félaginu.

   27.10.2023 10:13
Danskur markvörður til Vestra (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner