Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. nóvember 2021 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard annar í sögunni til að vinna fyrstu tvo leikina
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
Steven Gerrard hefur farið mjög vel af stað sem nýr knattspyrnustjóri Aston Villa á Englandi.

Gerrard tók við Villa af Dean Smith fyrir rétt rúmlega tveimur vikum síðan. Hann er búinn að stýra liðinu í tveimur leikjum og hefur Villa tekist að vinna þá báða.

Villa tókst í dag að leggja lærisveina Patrick Vieira í Crystal Palace að velli, 1-2.

Gerrard er aðeins annar stjórinn í sögu Aston Villa sem byrjar á tveimur sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hinn stjórinn var John Gregory en honum tókst að byrja á tveimur sigrum í röð árið 1998.

Gerrard, sem er fyrrum fyrirliði Liverpool, er 41 árs og náði á síðasta tímabili að stýra Rangers til síns fyrsta skoska meistaratitils í tíu ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner