banner
   lau 27. nóvember 2021 10:40
Aksentije Milisic
Man Utd mun leita til Ten Hag ef Pochettino kemur ekki
Mynd: Getty Images
Manchester United er á eftir Mauricio Pochettino, þjálfara PSG, en orðrómur var uppi um það að hann tæki við liðinu strax á þessu tímabili.

Nú virðist hins vegar allt stefna í það að United ráði Ralf Rangnick sem bráðabirgða stjóra út tímabilið.

PSG var ekki tilbúið til þess að hleypa Pochettino burt frá liðinu á miðju tímabili. Félagið reyndi að fá Zinedine Zidane til liðsins en hann ku ekki vera spenntur yfir því að taka við liði á miðju tímabili.

Takist United ekki að landa Pochettino þá verður Erik ten Hag næsti maður sem félagið mun leita til. Þessu greinir Daily Mail frá.

Ten Hag hefur gert frábæra hluti með Ajax á síðustu árum en samningur hans við félagið rennur út árið 2023. Hann er sagður áhugasamur um að taka við enska stórliðinu eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner