Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 27. nóvember 2021 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er leiðinlegt að einhver hafi tekið það nærri sér"
Davíð Örn Atlason.
Davíð Örn Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Davíð Örn Atlason er mættur aftur heim í Víking eftir eitt tímabil með Breiðabliki.

Davíð skrifaði undir þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Víkings eftir erfitt tímabil með Blikum þar sem hann var mikið frá vegna meiðsla.

Hann fékk á sig nokkra gagnrýni fyrir nokkrum vikum síðan þegar hann mætti á bikarúrslitaleikinn sem stuðningsmaður Víkinga - á meðan hann var hann enn leikmaður Breiðabliks. Víkingur og Breiðablik börðust af krafti um Íslandsmeistaratitilinn og endaði það með sigri Víkinga, nokkrum vikum fyrir bikarúrslitin.

Hann var spurður út í þessa umræðu þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Víkinga í gær.

„Það er leiðinlegt að einhver hafi tekið það nærri sér, að ég hafi mætt og setið Víkingsmegin á þessum bikarúrslitaleik. Þeir sem ég talaði við í mínu nærumhverfi - vinir, fjölskylda, leikmenn í liðinu og þjálfararnir hjá Breiðabliki - þeim var alveg sama. Ég skýrði mál mitt og það skildu mig allir," sagði Davíð.

„Ég endaði þetta á góðum nótum hjá Breiðablik sem mér finnst mjög mikilvægt."

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér að neðan.
Davíð bað um að fara: Heima er best
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner