Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 27. nóvember 2023 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo og félagar í 16-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og félagar í Al-Nassr eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Asíu.

Ronaldo var í byrjunarliði Al-Nassr sem gerði markalaust jafntefli við Persepolis frá Íran.

Portúgalinn fékk víti snemma leiks en bað dómarann um að draga ákvörðunina til baka, þar sem hann taldi enga snertingu hafa átt sér stað.

Al-Nassr spilaði manni færri í rúman klukkutíma eftir að Ali Lajemi fékk að líta rautt en Al-Nassr sá leikinn út og náði stig, sem dugði því til að komast í 16-liða úrslit.

Liðið er í efsta E-riðils með 13 stig þegar ein umferð er eftir.

Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho lagði þá upp í 2-1 sigri Al-Ittihad á OKMK frá Úsbekistan. Al-Ittihad er í efsta sæti C-riðils með 12 stig, en liðið mætir Sepahan í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í síðustu umferð riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner