Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran baðst afsökunar eftir að hann truflaði viðtal við Rúben Amorim, nýjan stjóra Manchester United, eftir leik gegn Ipswich á dögunum.
Sheeran er stuðningsmaður og hluthafi í Ipswich en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að labba inn í beina útsendingu Sky Sports á sama tíma og Amorim var að svara spurningum.
Sheeran er stuðningsmaður og hluthafi í Ipswich en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að labba inn í beina útsendingu Sky Sports á sama tíma og Amorim var að svara spurningum.
Amorim var spurður út í truflunina frá Sheeran á fréttamannafundi í dag.
„Þetta var ekki neitt. Hann var bara að heilsa einum sérfræðingnum. Að mínu mati var þetta ekki neitt," sagði Amorim.
„Ég var með Roy Keane. Hann var aðalstjarnan þarna. Þetta var allt í góðu."
Ruben Amorim on being interrupted by Ed Sheeran:
— george (@StokeyyG2) November 27, 2024
"For me it was nothing, Roy Keane was the real star on that panel." pic.twitter.com/lNVmvKvqEh
Athugasemdir