Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 28. janúar 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Soucek að klára læknisskoðun hjá West Ham
Miðjumaðurinn Tomas Soucek er að klára læknisskoðun hjá West Ham. Slavia Prag hefur gefið honum leyfi til að ganga frá samningi við félagið.

„Hann er í læknisskoðun núna. Ég held að hann gefi okkur nýja möguleika en hann er leikmaður sem passar í okkar hugmyndir," segir David Moyes, stjóri West Ham.

„Hann er fyrirliði Slavia Prag. Hann spilar sem varnartengiliður en hefur einnig skorað mörk sem sóknarmiðjumaður."

„Hann hakar í mörg box en við þurfum að gefa honum tækifæri og tíma til að aðlagast."

„Við erum búnir að gera tilboð í annan leikmann en ég get ekki tjáð mig meira um það að svo stöddu."

West Ham er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Félagið hefur verið orðað við Juan Foyth, varnarmann Tottenham, og þá er talað um áhuga á að fá liðsfélaga hans, Kyle Walker-Peters, lánaðan.
Athugasemdir
banner
banner