Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. febrúar 2021 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool með augastað á Gerrard
Powerade
Gerrard hefur verið að gera mjög flotta hluti með Rangers í Skotlandi.
Gerrard hefur verið að gera mjög flotta hluti með Rangers í Skotlandi.
Mynd: Getty Images
Haaland er orðaður við Manchester City.
Haaland er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Raphael Varane er samningsbundinn Real Madrid til 2022.
Raphael Varane er samningsbundinn Real Madrid til 2022.
Mynd: Getty Images
Það er nokkuð um að vera í slúðrinu á þessum ágæta sunnudegi.



Leicester er komið langt í samningsviðræðum við kantmann sinn, Harvey Barnes (23). Hann hefur verið orðaður við Manchester United og Liverpool. (Sunday Mirror)

Liverpool er tilbúið að ráða Steven Gerrard, núverandi stjóra Rangers, til að taka við af Jurgen Klopp sem gæti freistast til að taka við þýska landsliðinu ef þjálfarastarfið þar losnar. Gerrard er fyrrum fyrirliði Liverpool og hefur verið að gera flotta hluti með Rangers. (Sunday Mirror)

Manchester United þarf að borga Edinson Cavani (34) 1,75 milljónir punda ef félagið ákveður að framlengja samning hans ekki um eitt ár. (Times)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á ekki gott samband við umboðsmanninn Mino Raiola en það mun ekki koma í veg fyrir það að City reyni að kaupa norska sóknarmanninn Erling Braut Haaland (20) af Borussia Dortmund. Haaland er einn af skjólstæðingum Raiola. (Sunday Mirror)

Sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (23) segist hafa rætt við Barcelona en það sé bara eitthvað sem hafi gerst í fortíðinni. Hann ætlar að skrifa undir nýjan samning við Inter á Ítalíu. (Gazzetta dello Sport)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segist hafa barist fyrir því að fá Bruno Fernandes (26) til Paris Saint-Germain þegar hann var stjóri þar. Það var áður en Fernandes var keyptur til Manchester United þar sem hann hefur slegið í gegn. (Metro)

Florian Neuhaus (23), miðjumaður Borussia Mönchengladbach, er mjög afslappaður varðandi framtíð sína þrátt fyrir sögusagnir um að Liverpool og Tottenham séu á eftir honum. (football.london)

Real Madrid er til í að hlusta á tilboð í miðvörðinn Raphael Varane (27) ef viðræður um nýjan samning ganga ekki upp. Hann er samningsbundinn félaginu til 2022. (AS)

Real Madrid telur að Martin Ödegaard (22), sem er í láni hjá Arsenal, muni spila stórt hlutverk fyrir félagið í framtíðinni. (Marca)

Everton er að fylgjast með stöðu mála hjá Abdallah Sima (19), senegölskum sóknarmanni Slavia Prag í Tékklandi. (Football Insider)

Arsenal, Celtic og Rangers eru á meðal félaga sem eru áhugasöm um Kyle Joseph (19), sóknarmanni Wigan, en hann verður samningslaus í sumar. (Sunday Mirror)

Tottenham ætlar ekki að bjóða varnarmanninum Cameron Carter-Vickers (23) nýjan samning en núgildand samningur hans rennur út í sumar. Hann er núna á láni hjá Bournemouth í næst efstu deild Englands. (Football Insider)

Juventus er að skoða það að krækja í sóknarmennina Memphis Depay (27) frá Lyon og Arkadiusz Milik (26) sem er í láni hjá Marseille frá Napoli. (Tuttosport)
Athugasemdir
banner
banner
banner