Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 28. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dreymir um að fá Zidane í stað Ten Hag
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: EPA
FootMercato segir það vera draum Sir Jim Ratcliffe, hluteiganda Manchester United, um að fá franska þjálfarann Zinedine Zidane til að taka við af Erik ten Hag í sumar.

Ratcliffe, sem hefur verið stuðningsmaður United frá blautu barnsbeini, eignaðist 27,7 prósent hlut í United á dögunum og er hann þegar farinn að láta til sína taka.

Hann hefur ráðið Omar Berrada sem nýjan framkvæmdastjóra og þá er félagið að vinna í því að fá Dan Ashworth, yfirmann íþróttamála hjá Newcastle, til að taka við sömu stöðu í Manchester.

FootMercato telur að næsta mál á dagskrá sé að finna nýjan stjóra fyrir næsta tímabil.

Þar kemur fram að það sé langþráður draumur Ratcliffe að fá Zidane til að taka við stöðunni.

Zidane hefur verið án starfs síðan 2021 er hann yfirgaf Real Madrid í annað sinn. Síðan þá hefur hann hafnað fjölmörgum tilboðum um að snúa aftur í þjálfun, en talið er að hann sé að bíða eftir að Didier Deschamps hætti með franska landsliðið.

Síðustu daga hefur Zidane verið orðaður við þjálfarastöðu Bayern München í Þýskalandi, en sú staða losnar í sumar þegar Thomas Tuchel hættir.
Athugasemdir
banner
banner