Fanney Inga í stúkunni í gær. Ef myndin prentast vel má sjá að treyjan hennar er merkt fyrri leiknum gegn Serbíu.
Fanney Inga Birkisdóttir markvörður Vals vakti mikla athygli í desember þegar hún vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins og átti stórleik í óvæntum sigri á Dönum.
Eftir leikinn sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari íslenska liðsins að Fanney Inga hafi örugglega átt bestu frumraun hjá leikmanni í sögunni, hún hafi verið stórkostleg.
Það fór því miður ekki svo að Fanney Inga fengi að halda uppteknum hætti þegar kom að umspilsleikjunum við Serbíu því hún þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla áður en hópurinn kom saman. Fanney er meidd á fingri.
Þegar Ísland fékk Serbíu í heimsókn í seinni leikinn í gær var Fanney Inga hinsvegar í stúkunni og studdi íslenska liðið með ráðum og dáð.
Í stúkunni í gær klædd treyju Bryndísar Örnu Níelsdóttur úr fyrri leiknum við Serbíu frá því á föstudag og það virðist hafa verið happa hjá henni því Bryndís Arna skoraði sigurmark Íslands og tryggði okkur áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir