Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax í deilum við fjölskyldu Nouri varðandi miskabætur
Mynd: Getty Images
Fjölskylda Appie Nouri á í deilum við knattspyrnufélagið Ajax varðandi miskabætur eftir að ungstirnið hneig til jarðar í æfingaleik fyrir næstum þremur árum síðan.

Nouri hlaut varanlegan heilaskaða og er nýlega byrjaður að sýna batamerki en verður lamaður það sem eftir er ævinnar.

Nouri var partur af öflugu liði Ajax og spilaði 15 leiki fyrir aðalliðið tímabilið 2016-17. Hann átti bjarta framtíð fyrir sér og var partur af öflugu liði ásamt Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt.

Eftir atvikið kom í ljós að Nouri var með alvarlegan hjartagalla sem félagið átti líklegast að vita af.

Fjölskylda Nouri sætti sig ekki við þær afsakanir sem Ajax bauð og hefur lögfræðingur fjölskyldunnar verið í viðræðum við lögfræðiteymi Ajax varðandi miskabætur í langan tíma.

Hollenskir fjölmiðlar telja Ajax hafa boðið fjölskyldunni 5 milljónir evra, eða 773 milljónir íslenskra króna. Fjölskyldan sætti sig ekki við þá upphæð og er sögð heimta 10 milljónir.

Nouri var nýorðinn tvítugur þegar atvikið átti sér stað. Hann var lykilmaður hjá unglingalandsliðum Hollands þar sem hann gerði 9 mörk í 19 leikjum með U19 liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner