Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. mars 2023 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man City hyggst ekki selja Phillips - Hár verðmiði á Osimhen
Powerade
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: EPA
Messi í MLS?
Messi í MLS?
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: EPA
Phillips, Messi, Osimhen, Kante, Rodrigo, Saka, Milner, Ferguson, Conte og fleiri í slúðurpakkanum.

Manchester City hefur engar áætlanir um að selja enska miðjumanninn Kalvin Phillips (27) þrátt fyrir að hann hafi lítið spilað síðan hann kom frá Leeds United. (Football Insider)

Phillips er sjálfur sagður tilbúinn að yfirgefa City en hann óttast að lítill spiltími hindri það að hann sé valinn í enska landsliðið. (90min)

Argentínski framherjinn Lionel Messi (35) hjá Paris St-Germain gæti farið í bandarísku MLS-deildina í sumar. Öll félögin í deildinni myndu þá setja framlag í launakostnað hans. (Sport)

PSG er áfram í sambandi við umboðsmenn franska miðjumannsins N'Golo Kante (31) hjá Chelsea. (90min)

Napoli verðmetur nígeríska sóknarmannin Victor Osimhen (24), sem hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United, á 132 milljónir punda að lágmarki. (Gazzetta dello Sport)

Tottenham hafði samband við umboðsmenn Julian Nagelsmann um helgina en félagið vill hefja viðræður við þá sem gætu tekið við af Antonio Conte sem fyrst. (Times)

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, bíður eftir upplýsingum um það hvort Nagelsmann sé tilbúinn að taka við liðinu. Real Madrid og Chelsea hafa einnig áhuga. (Mail)

Leikmannahópur Bayern München hefur tvístrast í tvær fylkingar um það hvort það hafi verið rétt að reka þýska þjálfarann Nagelsmann. (Bild)

Antonio Conte áætlar að endurhlaða rafhlöðurnar áður en hann snýr aftur til starfa. Inter, AC Milan, Juventus og Roma hafa öll áhuga. (Mail)

Rodrigo (32), sóknarmaður Leeds United, þarf líklega að taka á sig launalækkun ef hann á að skrifa undir nýjan samning við félagið. Núgildandi samningur spænska sóknarmannsins rennur út sumarið 2024. (Football Insider)

Enski framherjinn Bukayo Saka (21) mun græða hátt í 15 milljónir punda á tímabili þegar hann hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal. (Mail)

Chelsea þarf að fá inn talsverðar upphæðir með leikmannasölum í sumar til að brjóta ekki fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar á næsta tímabili. (Times)

Liverpool hefur ekki hafið samningaviðræður við James Milner (37) þrátt fyrir að Jurgen Klopp vilji halda honum í eitt tímabil í viðbót. (Athletic)

Tottenham er meðal enskra úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á írska sóknarmanninum Evan Ferguson (18) hjá Brighton og Írlandi. (Football Insider)

Borussia Dortmund vill fá norður írska miðjumanninn Shea Charles (19) frá Manchester City. (Bild)

Barcelona þarf að fá inn þrjá eða fjóra leikmenn á frjálsri sölu í sumar þar sem félagið vinnur með takmarkað fjármagn. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner