Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 28. mars 2024 11:20
Brynjar Ingi Erluson
Romano tístir um Albert
Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano er maðurinn sem allir horfa til þegar það kemur að félagaskiptum en í dag tísti hann um íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson.

Albert hefur verið sjóðandi heitur með Genoa á tímabilinu og tók formið með sér inn í landsleikjaverkefnið.

Sóknarmaðurinn var að snúa aftur í landsliðið eftir margra mánaða fjarveru og sá stal senunni.

Hann skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael og gerði þá eina markið í 2-1 tapinu gegn Úkraínu. Tvö af mörkum hans voru tilnefnd sem flottasta mark umspilsins.

Fabrizio Romano greinir frá áhuga Alberti á X-síðu sinni í dag. Þar kemur fram að Genoa sé að búast við því að það komi tilboð í kappann en enn sem komið er hafa engin tilboð borist.

Genoa vill fá 25-30 milljónir evra fyrir Albert og er félagið þá opið fyrir því að fá leikmenn í skiptum.

Öll stórliðin á Ítalíu hafa áhuga á honum en Inter hefur verið hvað mest í umræðunni síðustu vikur.


Athugasemdir
banner