Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 28. mars 2025 10:00
Fótbolti.net
Fram fékk ríkulegan arf - „Sýnir hvað svona starf gefur lífi einstaklinga“
Fram var arfleitt að hárri upphæð á síðasta ári.
Fram var arfleitt að hárri upphæð á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór B. Jónsson, lengst til vinstri, var Framari af lífi og sál.
Halldór B. Jónsson, lengst til vinstri, var Framari af lífi og sál.
Mynd: Heimasíða KSÍ
Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést á síðasta ári 75 ára gamall. Halldór var Framari af lífi og sál og arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að hárri upphæð.

Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hversu hár arfurinn var en í síðasta ársreikningi sést að utanaðkomandi styrkir til deildarinnar voru um 145 milljónum króna hærri en árið á undan.

Svanhvít Valtýsdóttir og Agnar Þór Hilmarsson, sem bæði hafa sinnt stjórnarstörfum fyrir Fram, komu í hlaðvarpsviðtal við Fótbolta.net þar sem rætt var ítarlega um Framliðið og þessi arfur kom til tals.

„Þetta sýnir hvað félagið hefur gert fyrir félagsfólkið sitt í gegnum tíðina. Það er gleðiefni að eins frábær einstaklingur og Halldór B. var hafi Fram í sinni erfðaskrá," segir Svanhvít.

„Þetta er ekki peningur sem mun koma á hverju ári og það þarf að fara vel með hann og nýta þessa fjármuni rétt. Það er rosalega auðvelt að eyða þessu, þetta er rosalega mikið þegar það kemur inn á reikninginn en er fljótt að fara ef þetta er ekki notað rétt. Við þurfum að halda áfram að sýna ábyrgð í rekstri þannig að arfurinn tæmist ekki bara."

Agnar var sjálfur formaður fótboltadeildar Fram.

„Þetta sýnir fyrst og fremst mikilvægi félagsstarfa og hvað svona starf gefur lífi einstaklinga. Þetta er ákveðin staðfesting á því. Fram á sér náttúrulega svo rosalega langa sögu," segir Agnar.

Niðurtalningin - Bjartir tímar FRAMundan
Athugasemdir
banner
banner
banner