Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   mán 28. apríl 2025 20:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta segir stuðningsmönnum að mæta í búning frá toppi til táar
Mynd: John Walton
Arsenal fær PSG í heimsókn í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Arsenal vann frábæran sigur í einvígi gegn Real Madrid í átta liða úrslitum. PSG hefur verið ógnarsterkt á tímabilinu og Mikel Arteta sendi stuðningsmönnum Arsenal áhugaverð skilaboð fyrir leikinn.

„Við erum að skrifa söguna og viljum meiira," sagði Arteta.

„Þeir verða að spila með okkur. Ég vil segja þeim að koma í skóm, stuttbuxum, bol og með legghlífar. Spilum öll saman á þriðjudaginn og eigum eitt magnaðasta kvöldið á Emirates."
Athugasemdir
banner
banner