Það var íslendingaslagur í næst efstu deild í Noregi þegar Sogndal fékk Odd í heimsókn.
Hinrik Harðarson var í byrjunarliði Odd en Óskar Borgþórsson byrjaði á bekknum hjá Sogndal.
Hinrik Harðarson var í byrjunarliði Odd en Óskar Borgþórsson byrjaði á bekknum hjá Sogndal.
Staðan var 2-2 eftir klukkutíma leeik. Hinrik var tekinn af velli stuttu eftir að Odd jafnaði metin í 2-2 og Óskar kom inn á í kjölfarið. Sogndal vann leikinn 3-2 en sigurmarkið kom þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Davíð Snær Jóhannsson spilaði 75 mínútur en Ólafur Guðmundsson lék allan leikinn þegar Álasund gerði markalaust jafntefli gegn Asane.
Álasund er í 6. sæti, Sogndal í 7. og Odd í 8. öll með sex stig eftir fjórar umferðir.
Danijel Djuric og Logi Hrafn Róbertsson voru allan tímann á bekknum þegar Istra gerði 1-1 jafntefli gegn Slavan Belupo í króatísku deildinni. Istra ermeeð 42 stig í 6. sæti eftir 32 umferðir.
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem vann Panerraikos 3-0 í grísku deildinni. Volos er í 11. sæti með 33 stig eftir 31 umferð. Liðið er fimm stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Nóel Atli Arnórsson lék allan leikinn þegar Álaborg tapaði 1-0 gegn Vejle í dönsku deildinni. Íslendingaliðin Álaborg er í 11. sæti með 23 stig, þegar fjórar umferðir eru eftir, jafn mörg stig og Íslendingalið Lyngby sem er í 10. sæti en 11. sætið er fallsæti.
Kolbeinn Þórðarson spilaði rúman klukkutíma þegar Gautaborg gerði 1-1 jafntefli gegn GAIS í sænsku deildinni. Gautaborg er í 5. sæti með 10 stig eftir sex umferðir en GAIS er í 9. sætimeð sjö stig. Róbert Frosti Þorkelsson hefur ekki verið með GAIS síðan í þriðju umferð.
Helgi Fróði Ingason spilaði klukkutíma þegar Helmond tapaði 1-0 gegn Jong Ajax í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er með 46 stig eftir 36 umferðir og er úr leik í baráttunni um umspilssæti.
Athugasemdir