Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 28. maí 2017 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Með nánast algera yfirburði á vellinum
Willum Þór Þórsson
Willum Þór Þórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR í Pepsi-deild karla, var örlítið svekktur með 2-2 jafntefli sem liðið gerði við meistaralið FH í dag. KR-ingar voru töluvert öflugri í dag en tókst þó ekki að gera út um leikinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 FH

KR-ingar voru mun samstilltari en FH-ingar í kvöld og voru að skapa sér mun meira af færum. FH-ingar nýttu sín betur og er Willum helst ósáttur við að liðið sé að leka inn mörkum.

„Ég er það. Þetta eru blendnar tilfinningar. Mér finnst KR-liðið hafa spilað frábæran leik en við verðum að vera gagnrýnir á okkur sjálfa og við höfum lekið mörkum," sagði Willum.

„Að elta leik eins og þennan þar sem við erum með nánast algera yfirburði á vellinum í 90 mínútur. Að koma svo til baka tvisvar á móti jafn sterku liði og FH er, er auðvitað frábært. Eitt stig er pínu súrt en við verðum að virða það stig og það mun telja þegar sigrarnir koma."

„Ef við höldum áfram að spila svona þá munum við sigla inn sigrum."


FH-ingar breyttu leikkerfi sínu í 4-3-3 en liðið hefur verið að spila þriggja manna vörn undanfarið.

„Við vorum búnir að búa okkur undir það. Þeir gera breytingu í Fjölnisleiknum og ná sínum besta kafla þegar þeir skipta á 56. mínútu og þá fara að virka færslur sem þeir hafa haft í pokahorninu í langan tíma og við áttum alveg von á þessu."

KR-ingar eru í fimmta sæti með 7 stig en Willum telur það ekki ásættanlegt.

„Það er ekki ásættanlegt en það er svakalegt að segja að það sé ekki ásættanlegt og segja svo að við verðum að sætta okkur við það. Við viljum alltaf meira og viljum sigra á heimavelli. Mér fannst frammistaðan hafa boðið upp á fleiri stig en við erum sjálfum okkur verstir. Ég ítreka það að við þurfum að vera gagnrýnir á að verja markið okkar betur."

„Sama er á móti Val. Fyrsta atlaga Valsmanna fór í markið og fyrsta atlaga FH-inga. Það er auðvitað svekkjandi, það þýðir ekkert að væla yfir því bara bæta það."


„Öll liðin í þessari deild eru sterk. Ef þú ert ekki alveg með fulla einbeitingu og ferð ekki fulla ferð í hvern einasta leik þá fer illa," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner