lau 28. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter og Roma berjast um Mkhitaryan
Mynd: Getty Images

Henrikh Mkhitaryan hefur verið meðal bestu leikmanna Roma frá komu sinni til félagsins fyrir þremur árum en nú er samningur hans við félagið að renna út.


Hinn 33 ára gamli Mkhitaryan er eftirsóttur af stórliði Inter sem er búið að bjóða honum samning, samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Mkhitaryan getur því valið á milli Inter og Roma í sumar og verður áhugavert að sjá hvort hann kjósi að færa sig um set.

Inter var Ítalíumeistari í fyrra og endaði í öðru sæti í ár, tveimur stigum eftir AC Milan.

Roma hefur ekki gengið jafn vel en það er uppgangur innan félagsins eftir komu Jose Mourinho. Roma vann Sambandsdeildina á dögunum og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta ári með því að ná sjötta sæti ítölsku deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner