Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 28. maí 2024 23:06
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári í banni í leik Vestra gegn Stjörnunni
Davíð Smári Lamude verður ekki á hliðarlínunni á sunnudaginn.
Davíð Smári Lamude verður ekki á hliðarlínunni á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson má ekki spila gegn Val.
Guðmundur Kristjánsson má ekki spila gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra í Bestu deildinni, tekur út leikbann og verður því ekki á hliðarlínunni þegar Vestri mætir Stjörnunni í 9. umferð deildarinnar á sunnudag.

Davíð hefur safnað fjórum gulum spjöldum og fer því í bann vegna uppsafnaðra áminninga. Þetta var staðfest þegar aganefnd KSÍ fundaði í dag.

Leikurinn á sunnudaginn verður spilaður á AVIS vellinum í Laugardal þar sem heimavöllur Vestra er enn ekki orðinn klár.

Fimm leikmenn í bann
Fimm leikmenn í Bestu deildinni voru úrskurðaðir í bann. Þar á meðal Marko Vardic í ÍA sem fékk umtalað rautt spjald í leik gegn Víkingi og spilar ekki gegn KA á laugardaginn.

Guðmundur Kristjánsson leikmaður Stjörnunnar er kominn með fjögur gul spjöld og tekur út bann gegn Val á fimmtudagskvöldið.

Atli Arnarson í HK fer einnig í bann vegna uppsafnaðra áminninga og missir af Kópavogsslag gegn Breiðabliki á sunnudag.

Hinir tveir leikmennirnir sem eru á leið í bann hafa einnig safnað fjórum gulum spjöldum en það eru Logi Hrafn Róbertsson í FH sem verður ekki með gegn Fram á föstudagskvöld og Birkir Eyþórsson í Fylki sem spilar ekki gegn Víkingi á sunnudag.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner