Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 12:23
Innkastið
Enginn svarar hjá KA - „Lyktar af andleysi og karaktersleysi“
Er Hallgrímur í heitasta sætinu?
Er Hallgrímur í heitasta sætinu?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan rúllaði yfir KA.
Stjarnan rúllaði yfir KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA hefur byrjað Bestu deildina illa, er aðeins með fimm stig eftir átta leiki og situr í ellefta sæti, fallsæti. Liðið vann sinn fyrsta leik á dögunum þegar það lagði botnlið Fylkis á heimavelli en í kjölfarið kom svo 5-0 skellur gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Talsverð umræða hefur verið um slæma byrjun KA, gagnrýnt að félagið hafi ekki styrkt sig nægilega mikið og í vetur þá hefur verið rætt um hvort þjálfarinn Hallgrímur Jónasson sé í heitu sæti.

Forráðamenn KA hafa ekkert viljað tjá sig um stöðu mála og þá gagnrýni sem hefur verið í gangi. Þeir hafa ekki svarað símtölum né skilaboðum Fótbolta.net síðustu vikur.

Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net og stuðningsmaður KA, var ekki hrifinn af því sem hann sá í leiknum gegn Stjörnunni.

„Mig langar næstum að telja upp hvern einasta mann í KA liðinu í dag, starfsmenn á hliðarlínu með. Liðið varðist hörmulega sem heild, þeir voru alltaf á eftir í 50/50 boltum," skrifaði Haraldur í liðnum 'Vondur dagur' í skýrslu sinni um leikinn.

„Þetta er hnefi í maga fyrir KA-menn, þeir voru lamdir aftur niður með rothöggi í Garðabænum eftir að hafa átt aðeins bjartari daga á undan," segir Baldvin Már Borgarsson í Innkastinu þar sem rætt var um leikinn.

„KA lætur rúlla yfir sig í þessum leik og það er áhugavert að þeir fá ekki eitt gult spjald í leiknum. Það er ekki eitt spjald í 5-0 tapi," segir Elvar Geir Magnússon.

„Það bara lyktar af andleysi og karaktersleysi. Sýna ekki einu sinni tilfinningar," segir Balvin.

KA á heimaleik gegn ÍA á laugardaginn en eftir þann leik tekur við landsleikjahlé. Hallgrímur sagði við fjölmiðla eftir tapið í Garðabænum að hann lofaði alvöru hugarfari í sínu liði í næsta leik.
Innkastið - Baulað í Vesturbæ og Hrafninn í stúkunni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner