Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matty Cash verður ekki með Póllandi á EM
Matty Cash fagnar marki með Aston Villa.
Matty Cash fagnar marki með Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Matty Cash, bakvörður Aston Villa, mun ekki spila með Póllandi á Evrópumótinu í sumar.

Þetta kemur fram í pólskum fjölmiðlum í dag en þar segir að Cash sé að glíma við meiðsli.

Cash, sem er 26 ára gamall, missti af síðustu tveimur deildarleikjum Aston Villa á tímabilinu vegna kálfameiðsla og núna er það ljóst að hann fer ekki á EM.

Cash er fæddur og uppalinn í Englandi en móðir hans á ættir að rekja til Póllands. Því valdi hann að spila fyrir pólska landsliðið. Hann á að baki 15 A-landsleiki fyrir Pólland.

Pólverjar eru í riðli með Hollandi, Frakklandi og Austurríki á Evrópumótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner