Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Middlesbrough fær Ayling frá Leeds (Staðfest)
Mynd: Middlesbrough
Enski bakvörðurinn Luke Ayling hefur fengið varanleg félagaskipti til Middlesbrough frá Leeds United.

Middlesbrough fékk Ayling á láni frá Leeds í janúarglugganum.

Þessi 32 ára gamli varnarmaður heillaði í seinni hlutanum en hann lagði upp átta mörk í nítján leikjum með Boro.

Samningur hans við Leeds átti að renna út í sumar og ákvað Boro því að gera félagaskipti hans varanleg.

Ayling skrifaði undir tveggja ára samning en MIchael Carrick, stjóri Boro, var sérstaklega ánægður með að geta landað leikmanninum.

„Við erum hæstánægð með að Ayling hefur ákveðið að vera áfram. Honum hefur tekist að aðlagast vel síðan hann kom til okkar á láni í janúar og haft mikil áhrif með persónuleika sínum. Hann veit hvað þarf til að ná árangri í þessari deild,“ sagði Carrick.
Athugasemdir
banner
banner
banner