Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Milan vill leikmann Tottenham
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan hefur mikinn áhuga á því að fá brasilíska hægri bakvörðinn Emerson Royal frá Tottenham í sumar.

Á næstu dögum verður Paulo Fonseca ráðinn nýr þjálfari liðsins en hann tekur þó ekki formlega við liðinu fyrr en í júlí.

Félagið er þegar byrjað að vinna í því að styrkja hópinn fyrir Fonseca og samkvæmt heimildum Sky Sports er Emerson meðal efstu á lista.

Milan er í mikilli þörf á að styrkja sig í hægri bakvarðarstöðunni og sér félagið Emerson sem fullkomna lausn.

Eina vandamálið er þjóðerni Emerson en félagið má aðeins skrá tvo leikmenn sem koma utan Evrópu í hópinn. Þetta þýðir að Milan þyrfti að losa sig við einn leikmann sem fyllir slíkt pláss.
Athugasemdir
banner
banner
banner