Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Timo Werner áfram hjá Tottenham (Staðfest)
Mynd: Tottenham/X
Timo Werner mun spila áfram með Tottenham á næstu leiktíð eftir að félagið tryggði sér hann aftur á lánssamningi frá RB Leipzig.

Þýski sóknarleikmaðurinn var lánaður til Tottenham síðasta janúar og kom að fimm mörkum í 14 leikjum í deild og bikar á seinni hluta tímabilsins.

Werner verður á láni hjá Tottenham allt tímabilið og getur félagið fest kaup á leikmanninum fyrir 8,5 milljónir punda. Ákvæðið í fyrri lánssamningnum hljóðaði upp á 15 milljónir punda og er þetta því talsverð lækkun á verðmiða.

Ekki er greint frá því hversu mikið Tottenham greiðir fyrir lánssamninginn, en Werner er 28 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Leipzig.


Athugasemdir
banner
banner