Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   sun 28. júní 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Þykir ógeðslega vænt um þetta mark
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum bara að spila leiki sem eru spennandi fram að 90+ eða 120+ þessa dagana. Þetta eru ekki alltaf uppáhaldsleikir þjálfara," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir 2 - 3 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir F. 2 -  3 Þór

„Ég verð að viðurkenna að ég hafði mikla trú á þessu Leiknisliði og það eru margir góðir leikmenn. Mér fannst þeir herja mikið á okkur og sérstaklega í seinni hálfleik og ná jöfnunarmarki úr vítaspyrnu. Við erum bara ekki nógu góðir að klára þessa leiki þegar við erum komnir yfir og að fá fullt af upphlaupum og boltastöðum til að klára. En við hleypum þessu ennþá í alvöru leiki. Það er á móti flottur karakter hjá þessu Þórsliði að klára þessa leiki."

Eftir að Leiknir jafnaði metin í 2 - 2 kom kraftur í Þórsliðið og þeir skora sigurmarkið frá Jóhanni Helga Hannessyni í lokin.

„Við kvittum alltaf fyrir okkur og það er auðvitað gaman en það er óþarfi og gengur ekki til lengdar að þurfa alltaf að þrífa upp eftir sig og þá er voða gaman að hlaupa og gera allt og einbeita sér. Gerum þetta allan leikinn sama hvernig staðan er. við erum að þroskast aðeins hægar. En það er geggjað að fá Jóhann Helga til baka og skora hérna í sinni fyrstu snertingu. Það stendur uppúr í leiknum, mér þykir ógeðslega vænt um þetta mark."

Liðin voru í nokkurri óvissu í gær með hvort leikurinn færi fram eftir að smit kom upp í herbúðum Stjörnunnar en Leiknir spilaði gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni. Þegar allt kom til alls hafði það engin áhrif á Leiknisliðið. Í viðtalinu segir Páll Viðar frá því að tveir leikmanna Þórs hafi valið að spila ekki leikinn í dag vegna þessa.

Nánar er rætt við Palla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner