Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 28. júní 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Þykir ógeðslega vænt um þetta mark
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum bara að spila leiki sem eru spennandi fram að 90+ eða 120+ þessa dagana. Þetta eru ekki alltaf uppáhaldsleikir þjálfara," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir 2 - 3 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir F. 2 -  3 Þór

„Ég verð að viðurkenna að ég hafði mikla trú á þessu Leiknisliði og það eru margir góðir leikmenn. Mér fannst þeir herja mikið á okkur og sérstaklega í seinni hálfleik og ná jöfnunarmarki úr vítaspyrnu. Við erum bara ekki nógu góðir að klára þessa leiki þegar við erum komnir yfir og að fá fullt af upphlaupum og boltastöðum til að klára. En við hleypum þessu ennþá í alvöru leiki. Það er á móti flottur karakter hjá þessu Þórsliði að klára þessa leiki."

Eftir að Leiknir jafnaði metin í 2 - 2 kom kraftur í Þórsliðið og þeir skora sigurmarkið frá Jóhanni Helga Hannessyni í lokin.

„Við kvittum alltaf fyrir okkur og það er auðvitað gaman en það er óþarfi og gengur ekki til lengdar að þurfa alltaf að þrífa upp eftir sig og þá er voða gaman að hlaupa og gera allt og einbeita sér. Gerum þetta allan leikinn sama hvernig staðan er. við erum að þroskast aðeins hægar. En það er geggjað að fá Jóhann Helga til baka og skora hérna í sinni fyrstu snertingu. Það stendur uppúr í leiknum, mér þykir ógeðslega vænt um þetta mark."

Liðin voru í nokkurri óvissu í gær með hvort leikurinn færi fram eftir að smit kom upp í herbúðum Stjörnunnar en Leiknir spilaði gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni. Þegar allt kom til alls hafði það engin áhrif á Leiknisliðið. Í viðtalinu segir Páll Viðar frá því að tveir leikmanna Þórs hafi valið að spila ekki leikinn í dag vegna þessa.

Nánar er rætt við Palla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner