Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 28. júní 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Þykir ógeðslega vænt um þetta mark
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum bara að spila leiki sem eru spennandi fram að 90+ eða 120+ þessa dagana. Þetta eru ekki alltaf uppáhaldsleikir þjálfara," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir 2 - 3 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir F. 2 -  3 Þór

„Ég verð að viðurkenna að ég hafði mikla trú á þessu Leiknisliði og það eru margir góðir leikmenn. Mér fannst þeir herja mikið á okkur og sérstaklega í seinni hálfleik og ná jöfnunarmarki úr vítaspyrnu. Við erum bara ekki nógu góðir að klára þessa leiki þegar við erum komnir yfir og að fá fullt af upphlaupum og boltastöðum til að klára. En við hleypum þessu ennþá í alvöru leiki. Það er á móti flottur karakter hjá þessu Þórsliði að klára þessa leiki."

Eftir að Leiknir jafnaði metin í 2 - 2 kom kraftur í Þórsliðið og þeir skora sigurmarkið frá Jóhanni Helga Hannessyni í lokin.

„Við kvittum alltaf fyrir okkur og það er auðvitað gaman en það er óþarfi og gengur ekki til lengdar að þurfa alltaf að þrífa upp eftir sig og þá er voða gaman að hlaupa og gera allt og einbeita sér. Gerum þetta allan leikinn sama hvernig staðan er. við erum að þroskast aðeins hægar. En það er geggjað að fá Jóhann Helga til baka og skora hérna í sinni fyrstu snertingu. Það stendur uppúr í leiknum, mér þykir ógeðslega vænt um þetta mark."

Liðin voru í nokkurri óvissu í gær með hvort leikurinn færi fram eftir að smit kom upp í herbúðum Stjörnunnar en Leiknir spilaði gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni. Þegar allt kom til alls hafði það engin áhrif á Leiknisliðið. Í viðtalinu segir Páll Viðar frá því að tveir leikmanna Þórs hafi valið að spila ekki leikinn í dag vegna þessa.

Nánar er rætt við Palla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner