Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 28. júní 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Þykir ógeðslega vænt um þetta mark
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum bara að spila leiki sem eru spennandi fram að 90+ eða 120+ þessa dagana. Þetta eru ekki alltaf uppáhaldsleikir þjálfara," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir 2 - 3 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir F. 2 -  3 Þór

„Ég verð að viðurkenna að ég hafði mikla trú á þessu Leiknisliði og það eru margir góðir leikmenn. Mér fannst þeir herja mikið á okkur og sérstaklega í seinni hálfleik og ná jöfnunarmarki úr vítaspyrnu. Við erum bara ekki nógu góðir að klára þessa leiki þegar við erum komnir yfir og að fá fullt af upphlaupum og boltastöðum til að klára. En við hleypum þessu ennþá í alvöru leiki. Það er á móti flottur karakter hjá þessu Þórsliði að klára þessa leiki."

Eftir að Leiknir jafnaði metin í 2 - 2 kom kraftur í Þórsliðið og þeir skora sigurmarkið frá Jóhanni Helga Hannessyni í lokin.

„Við kvittum alltaf fyrir okkur og það er auðvitað gaman en það er óþarfi og gengur ekki til lengdar að þurfa alltaf að þrífa upp eftir sig og þá er voða gaman að hlaupa og gera allt og einbeita sér. Gerum þetta allan leikinn sama hvernig staðan er. við erum að þroskast aðeins hægar. En það er geggjað að fá Jóhann Helga til baka og skora hérna í sinni fyrstu snertingu. Það stendur uppúr í leiknum, mér þykir ógeðslega vænt um þetta mark."

Liðin voru í nokkurri óvissu í gær með hvort leikurinn færi fram eftir að smit kom upp í herbúðum Stjörnunnar en Leiknir spilaði gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni. Þegar allt kom til alls hafði það engin áhrif á Leiknisliðið. Í viðtalinu segir Páll Viðar frá því að tveir leikmanna Þórs hafi valið að spila ekki leikinn í dag vegna þessa.

Nánar er rætt við Palla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner