Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 28. júní 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Þykir ógeðslega vænt um þetta mark
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum bara að spila leiki sem eru spennandi fram að 90+ eða 120+ þessa dagana. Þetta eru ekki alltaf uppáhaldsleikir þjálfara," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir 2 - 3 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir F. 2 -  3 Þór

„Ég verð að viðurkenna að ég hafði mikla trú á þessu Leiknisliði og það eru margir góðir leikmenn. Mér fannst þeir herja mikið á okkur og sérstaklega í seinni hálfleik og ná jöfnunarmarki úr vítaspyrnu. Við erum bara ekki nógu góðir að klára þessa leiki þegar við erum komnir yfir og að fá fullt af upphlaupum og boltastöðum til að klára. En við hleypum þessu ennþá í alvöru leiki. Það er á móti flottur karakter hjá þessu Þórsliði að klára þessa leiki."

Eftir að Leiknir jafnaði metin í 2 - 2 kom kraftur í Þórsliðið og þeir skora sigurmarkið frá Jóhanni Helga Hannessyni í lokin.

„Við kvittum alltaf fyrir okkur og það er auðvitað gaman en það er óþarfi og gengur ekki til lengdar að þurfa alltaf að þrífa upp eftir sig og þá er voða gaman að hlaupa og gera allt og einbeita sér. Gerum þetta allan leikinn sama hvernig staðan er. við erum að þroskast aðeins hægar. En það er geggjað að fá Jóhann Helga til baka og skora hérna í sinni fyrstu snertingu. Það stendur uppúr í leiknum, mér þykir ógeðslega vænt um þetta mark."

Liðin voru í nokkurri óvissu í gær með hvort leikurinn færi fram eftir að smit kom upp í herbúðum Stjörnunnar en Leiknir spilaði gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni. Þegar allt kom til alls hafði það engin áhrif á Leiknisliðið. Í viðtalinu segir Páll Viðar frá því að tveir leikmanna Þórs hafi valið að spila ekki leikinn í dag vegna þessa.

Nánar er rætt við Palla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner