„Virkilega sáttur, mér fannst við massífir og mjög flottir í dag, áframhald af því sem við erum búnir að vera gera," sagði Aron Snær Friðriksson, markvörður KR, eftir sigur á Keflavík í kvöld.
„Það er mjög langt síðan við töpuðum leik, gefum fá færi á okkur og farnir að skora mörk sem við vorum í vandræðum með í byrjun tímabils. Núna er mjög langt frí og svo höldum við áfram og keyrum á þetta. Við þurftum að laga lítil atriði sem mér finnst við hafa fundið lausnir á."
„Það er mjög langt síðan við töpuðum leik, gefum fá færi á okkur og farnir að skora mörk sem við vorum í vandræðum með í byrjun tímabils. Núna er mjög langt frí og svo höldum við áfram og keyrum á þetta. Við þurftum að laga lítil atriði sem mér finnst við hafa fundið lausnir á."
Lestu um leikinn: KR 2 - 0 Keflavík
Það var talsverður vindur í Vesturbænum í kvöld. „Það gekk allavega fínt í dag, maður er frá Grindavík, maður hefur séð vind áður. Það var ekkert mál. Það er smá aukalega að mæta Keflavík, viðurkenni það, en ekkert mikið öðruvísi en annað."
Aron hefur spilað tvo leiki í röð núna þar sem Simen Kjellevold er í Noregi af persónulegum ástæðum. Þetta er í annað sinn á tímabilið sem Aron leysir norska markvörðinn, sem annars hefur verið aðalmarkvörður, af í tveimur leikjum. Hvenær vissi Aron að hann væri að fara spila þessa leiki?
„Rúnar talaði við mig fyrir fram, fengum fréttir af því að Simen þyrfti að skreppa út af persónulegum ástæðum. Þá er dæmið svolítið auðvelt, þýðir að ég er að fara spila fótboltaleik, undirbý mig eins og vanalega og keyri á þetta."
„Ég er auðvitað að reyna það, en svo kemur að því að Rúnar velur liðið. Ég er búinn að gera mitt besta í þessum fjórum leikjum og gengið fínt svo sem. Ég er bara að reyna. Að miklu leyti er ég sáttur með þessa fjóra leiki, við erum með tíu stig úr þeim og ekkert hægt að vera ósáttur. Það er erfitt (að gera betur en að halda hreinu), en það er alltaf eitthvað sem er hægt að bæta."
„Það er frábært að fá Beiti, hann er yndisleg persóna sem lífgar allan klefann við. Það vakna allir til lífisins og gaman að vera í kringum hann."
Þangað til Simen var fenginn til KR í byrjun mars leit út fyrir að Aron yrði aðalmarkvörður KR á tímabilinu. Íhugaði Aron að fara annað þegar Simen kom?
„Svo sem ekki, þú vilt ekki fá samkeppni, og hvað þá frá útlöndum - það er oftast verið að fá þá (erlenda markverði) til þess að spila. Auðvitað var ég ekkert sáttur, en ég ákvað frekar að djöflast, gera mitt besta og reyna koma mér í liðið."
„Ekki glóru. Við erum að fara í smá frí, held það séu 16 dagar í næsta leik. Við förum bara í fríið og finnum út úr því þegar við komum til baka hvernig staðan er," sagði Aron.
Athugasemdir