Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. júlí 2022 08:50
Elvar Geir Magnússon
Fundurinn fékk Ronaldo ekki til að skipta um skoðun
Powerade
Ronaldo mætti til fundar í vikunni.
Ronaldo mætti til fundar í vikunni.
Mynd: Getty Images
Juventus að nálgast Firmino?
Juventus að nálgast Firmino?
Mynd: Getty Images
Ajax hefur hækkað verðmiðann á Antony.
Ajax hefur hækkað verðmiðann á Antony.
Mynd: Getty Images
Pogba er meiddur.
Pogba er meiddur.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 5. ágúst. Ronaldo, Antony, Firmino, De Jong, Werner, Martial, Kounde og Tavares eru í slúðurpakkanum í dag.

Cristiano Ronaldo (37) hefur sagt Manchester United að hann vilji losna undan samningi til að spila fyrir lið í Meistaradeildinni. Viðræðurnar í vikunni fengu hann ekki til að skipta um skoðun en United ítrekaði að félagið vill ekki selja hann. (Mail)

Manchester United hefur ekki fengið neina formlega fyrirspurn í Ronaldo. Stórlið í Evrópu hafa mörg neitað því að ætla að reyna við portúgölsku stórstjörnuna. (Mail)

Barcelona er nálægt því að tryggja sér Jules Kounde (23) eftir að hafa náð samkomulagi við Sevilla um 50 milljóna evra kaupverð á franska varnarmanninum. Barcelona mun þar með skáka Chelsea. (Guardian)

Juventus færist nær því að ná samkomulagi um brasilíska framherjann Roberto Firmino (30) hjá Liverpool. (Corriere dello Sport)

Ef Juventus fær Firmino gæti félagið hætt að eltast við þýska sóknarmanninn Timo Werner (26) hjá Chelsea og franska framherjann Anthony Martial (26) hjá Manchester United. (Correire dello Sport)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur stöðvað Werner frá því að yfirgefa félagið því hann vill að framherjinn verði hluti af leikmannahópi sínum á tímabilinu. (Kicker)

Barcelona er í viðræðum við Chelsea um spænsku varnarmennina Cesar Azpilicueta (32) og Marcos Alonso (31). Börsungar eru mjög bjartsýnir á að landa þeim. (90 Min)

Ajax hefur hækkað verðmiða sinn á brasilíska vængmanninum Antony (22) sem hefur verið orðaður við Manchester United, miðinn hækkar úr 68 milljónum punda í 84 milljónir. (Mail)

Spænski vinstri bakvörðurinn Alex Grimaldo (26) er kostur fyrir Manchester City en Benfica hefur sett 20 milljóna evra verðmiða á hann. (Marca)

Bournemouth hefur gert 15 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn Marcus Tavernier (23) hjá Middlesbrough. (90min)

Nottingham Forest hefur áhuga á William Carvalho (30), portúgalska miðjumanninum hjá Real Betis. (Mail)

Óvissa ríkir um hvort bakvörðurinn Nuno Tavares (22) fari á láni frá Arsenal til Atalanta. Arsenal bauð ítalska félaginu að fá hann á hreinu láni með möguleika á framtíðarkaupum. (Michele Criscitiello)

Manchester United vonast enn til að geta keypt Frenkie de Jong (25) frá Barcelona. (Give Me Sport)

De Jong hefur sagt liðsfélögum sínum hjá Barcelona að hann hafi ekki neinar áætlanir um að yfirgefa Nývang í sumar. (Cadena Ser)

Paris St-Germain gerði seint tilboð í Gianluca Scamacca (23), rétt áður en ítalski sóknarmaðurinn gekk í raðir West Ham frá Sassuolo. (Sky Sports)

Leeds United er í viðræðum um að framlengja samning hollenska vængmannsins Crysencio Summerville (20). (Football Insider)

Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba (29) gæti misst af HM 2022, eftir því hvaða leið verður farið i að meðhöndla hnémeiðsli hans. Pogba gekk í raðir Juventus í sumar. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner