Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júlí 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hafa áhyggjur af hægri bakvarðarstöðu Arsenal
Ben White
Ben White
Mynd: EPA
Arsenal stuðningsmennirnir Albert Hafsteinsson og Lúðvík Gunnarsson voru gestir hjá Sæbirni Steinke í upphitunarþætti Enska Boltans þar sem farið var yfir tímabilið framundan hjá Arsenal.

Arsenal hefur gert vel á félagsskiptamarkaðnum en Sæbjörn spurði hvort það væri eitthvað sem vantaði. Albert og Lúðvík voru sammála um að það vantaði varnarsinnaðan miðjumann og sóknarmann. Þá er hægri bakvarðarstaðan ákveðið áhyggjuefni.

,,Ég hef smá áhyggjur af hægri bakvarðarstöðunni sóknarlega. Tomiyasu er meiddur eins og staðan er núna, sýnist eins og White sé að fara byrja í hægri bakverði, ég er ekkert alltof hrifinn af því," sagði Albert.

„Tomiyasu var svolítið frá í fyrra og mér finnst persónulega Cedric ekki vera nægilega öflugur til að vera lykilmaður í þessu liði og eins og Albert bendir á þá er White ekki sá sóknarbakvörður sem við viljum hafa," sagði Lúðvík.

Þeir ræddu einnig möguleikann á því að White yrði einn af þremur hafsentum í þriggja manna varnarlínu og Tierney yrði þá vinstra megin í þeirri línu og Oleksandr Zinchenko í vinstri vængbakverði.


Enski boltinn - Arsenal upphitun með Skagafrændum
Athugasemdir
banner
banner