Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júlí 2022 10:44
Elvar Geir Magnússon
Sungu til stuðnings Pútín í leik gegn Dynamo frá Kænugarði
Stuðningsmenn Fenerbahce.
Stuðningsmenn Fenerbahce.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Fenerbahce frá Tyrklandi sungu til stuðnings Vladímír Pútín, forseta Rússlands, þegar lið þeirra fékk á sig mark gegn úkraínska liðinu Dynamo Kiev í gær.

Málið er til rannsóknar hjá UEFA sem fer yfir skýrslu frá eftirlitsmanni leiksins.

Sungið var um Pútín þegar Dynamo komst í 1-0, fyrir framan 40 þúsund áhorfendur í Tyrklandi. Dynamo vann einvígið á endanum 2-1 og komst í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Mircea Lucescu, þjálfari Dynamo Kiev, mætti ekki í viðtöl eða á fréttamannafund að leik loknum til að mótmæla hegðun stuðningsmanna Fenerbahce.


Athugasemdir
banner
banner
banner