Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 28. ágúst 2016 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Willum skilur ekkert í dómgæslunni: Ég veit ekki hvað þetta var
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var svekktur eftir 2-0 tap gegn Val á Hlíðarenda í lokaleik dagsins í Pepsi-deild karla.

Staðan var markalaus þegar Skúli Jón Friðgeirsson fékk furðulegt rautt spjald á 63. mínútu og skömmu síðar fengu Valsarar ansi ódýra vítaspyrnu og unnu leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 KR

„Mér fannst þetta frábær fótboltaleikur, það var rosalega mikill hraði og bæði lið áttu feykilega fínar sóknir," sagði Willum.

„Mér fannst eins og þetta myndi kannski bara ráðast á einu marki og þá allt í einu fer leikurinn út í hafsjó þegar það kemur risaákvörðun þar sem okkar manni er vísað af velli.

„Ég veit ekki hvað það var, ég held hann viti það ekki sjálfur. Síðan var víti og þá einhvern veginn fauk þessi leikur bara.

„Frá mér séð átti Valsmaðurinn ekki séns á boltanum og snertingin var mjög eðlileg því menn eru að koma úr gagnstæðri átt og renna saman. Mér fannst þetta mjög harður dómur, í besta falli."


KR er með 23 stig í 8. sæti og segir Willum að tapið sé skellur fyrir sína menn sem vildu vinna og blanda sér í Evrópubaráttuna.
Athugasemdir
banner