
“Já auðvitað vill maður alltaf vinna en við náttúrulega vissum alveg að við gátum ekki gert meira en þetta og þurftum bara að treysta á önnur úrslit. Við vissum alveg að þetta var langsótt. Jújú, við erum bara í 2. sæti,” sagði Rakel, fyrirliði Breiðabliks, eftir 4-0 sigur á liði Grindavíkur í dag þegar það lá fyrir að liðið myndi enda tímabilið í 2. sæti eftir að hafa fengið heldur óvæntan möguleika á að vinna titilinn í lokaumferðinni.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Grindavík
Athygli vakti að mikilvægir leikmenn úr liði Blika fengu að fara frá félaginu á lokametrum tímabilsins. Hvernig var tilfinningin hjá ykkur sem eftir stóðu, fannst ykkur ekkert eins og það væri verið að gefa upp alla von?
“Neinei, þetta voru tækifæri sem komu til þeirra og spennandi tækifæri og ég held að Breiðablik hafi bara ekki viljað standa í vegi fyrir þeim að fá að upplifa þetta. Við svo sem kannski bjuggumst ekki við því að síðastu leikirnir yrðu svona spennandi en við kláruðum þetta í dag og frábært fyrir þær.”
Blikar unnu leikinn í dag nokkuð sannfærandi en bjuggust þið ekki við Grindvíkingum sterkum eftir úrslit þeirra í síðustu umferð gegn Þór/KA?
“Já við vissum að þær væru mjög sterkar. Við vissum að þeirra styrkleiki er að vinna boltann og sækja mjög hratt. Og við lokuðum á það bara að mér fannst mjög vel. Þá fannst mér þær ekki eiga nein svör sóknarlega. En þær voru samt að loka vel hérna á okkur varnarlega lengst af í leiknum.
“Ekki búin að pæla í því sko. Ég er samningsbundin allavega ennþá, Breiðablik. Þannig að það kemur bara í ljós,” sagði Rakel þegar hún var spurð um framhaldið hjá henni og hvort hún sæi fram á að vera áfram í herbúðum Blika.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir