Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 28. september 2017 19:18
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Vissum alveg að þetta var langsótt
Kvenaboltinn
Rakel er búin að spila virkilega vel eftir EM pásuna
Rakel er búin að spila virkilega vel eftir EM pásuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
“Já auðvitað vill maður alltaf vinna en við náttúrulega vissum alveg að við gátum ekki gert meira en þetta og þurftum bara að treysta á önnur úrslit. Við vissum alveg að þetta var langsótt. Jújú, við erum bara í 2. sæti,” sagði Rakel, fyrirliði Breiðabliks, eftir 4-0 sigur á liði Grindavíkur í dag þegar það lá fyrir að liðið myndi enda tímabilið í 2. sæti eftir að hafa fengið heldur óvæntan möguleika á að vinna titilinn í lokaumferðinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Grindavík

Athygli vakti að mikilvægir leikmenn úr liði Blika fengu að fara frá félaginu á lokametrum tímabilsins. Hvernig var tilfinningin hjá ykkur sem eftir stóðu, fannst ykkur ekkert eins og það væri verið að gefa upp alla von?

“Neinei, þetta voru tækifæri sem komu til þeirra og spennandi tækifæri og ég held að Breiðablik hafi bara ekki viljað standa í vegi fyrir þeim að fá að upplifa þetta. Við svo sem kannski bjuggumst ekki við því að síðastu leikirnir yrðu svona spennandi en við kláruðum þetta í dag og frábært fyrir þær.”

Blikar unnu leikinn í dag nokkuð sannfærandi en bjuggust þið ekki við Grindvíkingum sterkum eftir úrslit þeirra í síðustu umferð gegn Þór/KA?

“Já við vissum að þær væru mjög sterkar. Við vissum að þeirra styrkleiki er að vinna boltann og sækja mjög hratt. Og við lokuðum á það bara að mér fannst mjög vel. Þá fannst mér þær ekki eiga nein svör sóknarlega. En þær voru samt að loka vel hérna á okkur varnarlega lengst af í leiknum.

“Ekki búin að pæla í því sko. Ég er samningsbundin allavega ennþá, Breiðablik. Þannig að það kemur bara í ljós,” sagði Rakel þegar hún var spurð um framhaldið hjá henni og hvort hún sæi fram á að vera áfram í herbúðum Blika.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir