Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. september 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 18. umferðar - Sextán ára miðvörður
Orri Hrafn (til hægri) er í úrvalsliðinu en hann skoraði á Meistaravöllum.
Orri Hrafn (til hægri) er í úrvalsliðinu en hann skoraði á Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vann Gróttu.
KA vann Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
18. umferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram í gær. Fylkismenn unnu umtalaðan sigur gegn KR á Meistaravöllum og Árbæjarliðið er komið í bullandi Evrópubaráttu.

Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson, þjálfarar Fylkis, eru þjálfarar umferðarinnar og þá eru tveir leikmenn þeirra appelsínugulu í liðinu.

Orri Hrafn Kjartansson skoraði í leiknum en hann byrjaði á miðjunni og færðist svo í hægri bakvörð þegar Ragnar Bragi Sveinsson fékk rautt spjald. Orri var valinn maður leiksins. Aron Snær Friðriksson ver mark úrvalsliðsins.



Miðverðir úrvalsliðsins koma báðir úr sama leiknum en eru í sitthvoru liðinu. FH vann Fjölni 1-0 þar sem hinn sextán ára Logi Hrafn Róbertsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik og var valinn maður leiksins. Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, var besti leikmaður gestaliðsins.

Breiðablik heimsótti Íslandsmeistara Vals og varð niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem Valsmenn jöfnuðu í lokin. Róbert Orri Þorkelsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru í liðinu en þeir bjuggu til mark Blika. Róbert Orri skoraði, Höskuldur með stoðsendinguna.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu fyrir KA sem vann 4-2 útisigur gegn Gróttu. Hann er í úrvalsliðinu líkt og Bjarni Aðalsteinsson sem var öflugur á miðju Akureyrarliðsins.

Hilmar Árni Halldórsson var hetja Stjörnunnar gegn HK. Hann skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri og kom að öllum mörkum Garðabæjarliðsins.

Þá gerðu ÍA og Víkingur 2-2 jafntefli. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði bæði mörk Skagamanna og er valinn í úrvalsliðið í fjórða sinn. Halldór Jón Sigurður Þórðarson var út um allan völl og skoraði annað mark Víkinga, hann var valinn maður leiksins.

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner