Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 12:10
Fótbolti.net
Lið 17. umferðar - Stór nöfn að fá sitt fyrsta val í sumar
Patrick Pedersen er valinn í fjórða sinn.
Patrick Pedersen er valinn í fjórða sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
17. umferð Pepsi Max-deildarinnar er að baki en hún fór að mestu fram í gær. Áhugavert er að í úrvalsliði umferðarinnar eru mörg þekkt nöfn að fá sitt fyrsta val í sumar.

Fremstu fjórir hafa verið valdir áður í úrvalsliðið á tímabilinu en allir hinir eru valdir í fyrsta sinn.

Skiljanlega eru Valsmenn fjölmennir í úrvalsliðinu eftir að hafa unnið magnaðan 5-1 útisigur gegn Stjörnunni þar sem Hliðarendaliðið skoraði fimm mörk.

Aron Bjarnason og Patrick Pedersen voru óstöðvandi og skoruðu tvö mörk hvor. Lasse Petry sýndi gæði sín á miðjunni og Birkir Már Sævarsson var öflugur og skoraði auk þess stórglæsilegt mark eftir samspil við Aron.

Heimir Guðjónsson er svo þjálfari umferðarinnar.



Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis fyrir ÍA í 3-0 sigri gegn Gróttu. Þá var Ísak Snær Þorvaldsson öflugur og er einnig í úrvalsliðinu.

KR-ingar unnu Breiðablik í þriðja sinn í sumar. Atli Sigurjónsson var maður leiksins og þá var Arnór Sveinn Aðalsteinsson öryggið uppmálað í vörn KR-inga og stöðvaði margar sóknir Kópavogsliðsins.

Björn Daníel Sverrisson var í gírnum þegar FH vann 4-1 útisigur gegn Fylki. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Nielsen sýndi einnig gríðargóða frammistöðu.

Þá er Ívar Örn Árnason leikmaður KA í úrvalsliðinu. Hann kom inn af bekknum þegar KA var manni færri gegn Fjölni og hjálpaði sínu liði að landa stigi.

Sjá einnig:
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner