Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. september 2020 10:40
Elvar Geir Magnússon
Lið 16. umferðar - Lék rúmar 11 mínútur en er í úrvalsliðinu
Guðjón Baldvinsson breytti málum fyrir Stjörnuna.
Guðjón Baldvinsson breytti málum fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristijan Jajalo er í markinu.
Kristijan Jajalo er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að velja úrvalslið 16. umferðar Pepsi Max-deildar karla en valið er í samvinnu við Domino's. Umferðin var stórskemmtileg enda nóg af stórleikjum á Ofursunnudegi.

FH á flesta fulltrúa eftir 3-1 sigurinn gegn Breiðabliki. Þar á meðal eru þjálfarar umferðarinnar, þeir Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen.

Steven Lennon skoraði tvö og var valinn maður leiksins en hann er í fjórða sinn í úrvalsliðinu. Á miðjunni er Eggert Gunnþór Jónsson sem hefur komið inn í lið FH af gríðarlegum krafti.

Þá eru Pétur Viðarsson og Guðmann Þórisson í vörninni en þeir héldu sóknarleikmönnum Breiðabliks algjörlega í skefjum.



Guðjón Baldvinsson er í úrvalsliðinu þrátt fyrir að hafa komið inn sem varamaður á 79. mínútu. Hann lagði upp og skoraði þegar Stjarnan vann 2-1 útisigur á KR í leik sem bauð upp á dramatískan endasprett.

Valsmenn tróna á toppi deildarinnar en þeir unnu 2-0 sigur gegn Víkingi Reykjavík. Eiður Aron Sigurbjörnsson, Sigurður Egill Lárusson og Aron Bjarnason eru fulltrúar Vals.

KA vann Fylki 2-0 þar sem markvörðurinn Kristijan Jajalo var frábær. Þá er áhugavert að Hallgrímur Mar Steingrímsson er i fyrsta sinn í úrvalsliði umferðarinnar þetta tímabilið.

Ásgeir Marteinsson var valinn maður leiksins þegar HK vann 3-2 sigur gegn ÍA.

Sjá einnig:
Lið 15. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner