Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. september 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 15. umferðar - Alexander Helgi og Hákon Ingi nýliðar
Pablo Punyed í leiknum gegn ÍA.
Pablo Punyed í leiknum gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Ingi Jónsson.
Hákon Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þó enn eigi eftir að leika viðureign FH og Víkings (17. september) í 15. umferð Pepsi Max-deildarinnar þá hefur Fótbolti.net ákveðið að bíða ekki með úrvalslið umferðarinnar.

Fimm af sex leikjum sem tilheyra umferðinni eru að baki og þjálfari umferðarinnar er Rúnar Kristinsson sem stýrði KR til 4-1 sigurs gegn ÍA.

Atli Sigurjónsson og Pablo Punyed skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og eru í liðinu. Bakvörðurinn Kristinn Jónsson er einnig í liðinu.



Einn leikur var á dagskrá í gær þegar Breiðablik vann 4-1 sigur gegn Fjölni á útivelli. Thomas Mikkelsen var valinn maður leiksins og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson líka í úrvalsliðinu. Alexander Helgi Sigurðsson er í fyrsta sinn á tímabilinu í úrvalsliðinu.

Alexander er þó ekki eini nýliðinn. Hákon Ingi Jónsson skoraði glæsimark fyrir Fylki þegar liðið vann 2-0 útisigur á Gróttu. Besti maður heimamanna var markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sem er valinn í úrvalsliðið í þriðja sinn í sumar.

Valgeir Lunddal Friðriksson var maður leiksins þegar Valur vann 1-0 sigur gegn HK. Þá eru miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason (KA) og Daníel Laxdal (Stjarnan) í liðinu eftir að þeirra lið gerðu markalaust jafntefli.

Sjá einnig:
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner