Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 14:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Lið 10. umferðar - Pedersen í fimmta sinn
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er í úrvalsliðinu.
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Arnar Þór Helgason.
Arnar Þór Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Á fimmtudag var heil umferð í Pepsi Max-deildinni en sú umferð skráist sem 10. umferð deildarinnar. Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 var opinberað hvernig úrvalslið umferðarinnar lítur út.

Ekkert virðist geta stöðvað Val í leið að Íslandsmeistaratitlinum en Heimir Guðjónsson og lærisveinar eru með ellefu stiga forystu eftir 4-1 útisigur í toppslag gegn FH.

Birkir Már Sævarsson er funheitur upp við mark andstæðingana um þessar mundir en hann skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins.

Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson komust einnig á blað og eru í úrvalsliðinu. Patrick er valinn í fimmta sinn í sumar.



Oliver Sigurjónsson var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann Stjörnuna 2-1 og með honum í úrvalsliðinu er varnarmaðurinn Damir Muminovic.

KA og HK gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan þar sem snjóaði í seinni hálfleik. Kristijan Jajalo hjá KA er í marki úrvalsliðsins og í vörninni er Hörður Árnason sem var valinn maður leiksins.

Grótta fór á Meistaravelli og náði þar í stig, 1-1 gegn Íslandsmeisturunum. Arnar Þór Helgason átti frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Gróttu og bjargaði meðal annars á línu.

Þá er Tryggvi Hrafn Haraldsson í úrvalsliðinu í þriðja sinn en hann skoraði tvö mörk fyrir ÍA í 3-1 útisigri gegn Fjölni.

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Útvarpsþátturinn - Leikstílar í Pepsi Max og óverðskuldaður sigur Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner