fim 27. ágúst 2020 11:00
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar: Markaregn Valsmanna
Steven Lennon skoraði þrennu gegn HK.
Steven Lennon skoraði þrennu gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í leiknum gegn ÍA á laugardag.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í leiknum gegn ÍA á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
13. umferðinni í Pepsi Max-deild karla lauk í gær með stórleik KR og Vals. Lið umferðarinnar er klárt en um er að ræða leikina sem fóru fram í kringum síðustu helgi og stórleikinn í gær.

Patrick Pedersen skoraði tvö mörk og Kristinn Freyr Sigurðsson var einnig á skotskónum í frábærum 5-4 sigri Vals gegn Íslandsmeisturum KR. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar.

Botnlið Fjölnis gerði 1-1 jafntefli við Víking R. þar sem Grétar Snær Gunnarsson og Hallvarður Sigurðarson voru bestu menn vallarins. Hallvarður skoraði mark Fjölnis með laglegu langskoti.

Ásgeir Eyþórsson tryggði Fylki 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni með skallamarki en þar var Brynjar Gauti Guðjónsson bestur í liði gestanna.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mrök KA í 2-2 jafntefli gegn ÍA. Brynjar Snær Pálsson lagði upp bæði mörk Skagamanna.

Steven Lennon skoraði þrennu í öflugum 4-0 sigri FH gegn HK. Eggert Gunnþór Jónsson átti góðan leik á miðjunni í þeim leik.

Breiðablik lagði Gróttu 1-0 en þar varði Hákon Rafn Valdimarsson vítaspyrnu fyrir heimamenn. Hann er markvörður í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Innkastið - 80% á Val og KR að stimpla sig út
Athugasemdir
banner
banner