Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 28. september 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Messi lagði hann í hornið úr aukaspyrnu
Mynd: EPA

Lionel Messi kom inn af bekknum snemma í síðari hálfleik í vináttulandsleik Argentínu gegn Jamaíka í gær.


Staðan var 1-0 fyrir Argentínu þegar Messi var skipt inn eftir að Julian Alvarez, framherji Manchester City, kom boltanum í netið í fyrri hálfleik.

Argentínumönnum virtist ekki ætla að takast að tvöfalda forystuna þar til alveg undir lokin þegar Messi ákvað að taka málin í sínar hendur með því að skora tvennu.

Annað markið var afar laglegt þar sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu með því að leggja boltann niðrí hornið.

Sjáðu markið


Athugasemdir
banner