Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   fim 28. september 2023 22:13
Kjartan Leifur Sigurðsson
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Flottur leikur á milli tveggja liða sem vilja spila fótbolta. Við erum frábærir fyrsta hálftímann. Seinni hálfleikur spilaðist þannig að Blikar voru með yfirhöndina. Síðustu tíu tengjum við betur og komumst í fín færi. Ánægður að skora fjögur mörk og skapa slatta af færum.” Segir Arnar Grétarsson eftir 4-2 sigur Vals á Blikum.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

Vörn Vals hélt ágætlega í dag þrátt fyrir að vera undir pressu á löngum köflum.

„Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem þeir þrýsta okkur niður. Það voru allir að verjast og hjálpa hvor öðrum. Við erum svo alltaf hættulegir þegar við sækjum hratt.”

Patrick Pedersen var frábær og setti þrennu í dag.

„Hann var flottur í dag og ekki bara þegar kom að mörkunum. Hann var flottur í fyrri hálfleik. Heilt yfir var hann flottur ásamt fleirum.

Stutt er á milli leikja og það er strax leikur gegn FH um helgina hjá Val.

„Það verða örugglega breytingar. Við höfum ekkert farið í það. Það er jákvætt að tryggja annað sætið en við höldum áfram. Við höfum haft erfitt með FH og munum reyna að ná í þrjú stig.”
Athugasemdir
banner
banner
banner