Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fim 28. september 2023 22:13
Kjartan Leifur Sigurðsson
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Flottur leikur á milli tveggja liða sem vilja spila fótbolta. Við erum frábærir fyrsta hálftímann. Seinni hálfleikur spilaðist þannig að Blikar voru með yfirhöndina. Síðustu tíu tengjum við betur og komumst í fín færi. Ánægður að skora fjögur mörk og skapa slatta af færum.” Segir Arnar Grétarsson eftir 4-2 sigur Vals á Blikum.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

Vörn Vals hélt ágætlega í dag þrátt fyrir að vera undir pressu á löngum köflum.

„Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem þeir þrýsta okkur niður. Það voru allir að verjast og hjálpa hvor öðrum. Við erum svo alltaf hættulegir þegar við sækjum hratt.”

Patrick Pedersen var frábær og setti þrennu í dag.

„Hann var flottur í dag og ekki bara þegar kom að mörkunum. Hann var flottur í fyrri hálfleik. Heilt yfir var hann flottur ásamt fleirum.

Stutt er á milli leikja og það er strax leikur gegn FH um helgina hjá Val.

„Það verða örugglega breytingar. Við höfum ekkert farið í það. Það er jákvætt að tryggja annað sætið en við höldum áfram. Við höfum haft erfitt með FH og munum reyna að ná í þrjú stig.”
Athugasemdir
banner