Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 28. september 2023 22:13
Kjartan Leifur Sigurðsson
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Flottur leikur á milli tveggja liða sem vilja spila fótbolta. Við erum frábærir fyrsta hálftímann. Seinni hálfleikur spilaðist þannig að Blikar voru með yfirhöndina. Síðustu tíu tengjum við betur og komumst í fín færi. Ánægður að skora fjögur mörk og skapa slatta af færum.” Segir Arnar Grétarsson eftir 4-2 sigur Vals á Blikum.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

Vörn Vals hélt ágætlega í dag þrátt fyrir að vera undir pressu á löngum köflum.

„Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem þeir þrýsta okkur niður. Það voru allir að verjast og hjálpa hvor öðrum. Við erum svo alltaf hættulegir þegar við sækjum hratt.”

Patrick Pedersen var frábær og setti þrennu í dag.

„Hann var flottur í dag og ekki bara þegar kom að mörkunum. Hann var flottur í fyrri hálfleik. Heilt yfir var hann flottur ásamt fleirum.

Stutt er á milli leikja og það er strax leikur gegn FH um helgina hjá Val.

„Það verða örugglega breytingar. Við höfum ekkert farið í það. Það er jákvætt að tryggja annað sætið en við höldum áfram. Við höfum haft erfitt með FH og munum reyna að ná í þrjú stig.”
Athugasemdir
banner