Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 28. september 2023 18:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valgeir skoraði í stórsigri - Mikael áfram í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Örebro valtaði yfir Utsikten 5-1 í næst efstu deild í Svíþjóð í kvöld.


Valgeir Valgeirsson var í byrjunarliði Örebro en hann skoraði fjórða mark liðsins snemma í síðari hálfleik.

Trelleborg og Jonkoping mættust einnig í næst efstu deild í Svíþjóð í dag. Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn í liði Trelleborg í 2-1 sigri liðsins.

Trelleborg á enn möguleika á að komast í umspil um sæti í efstu deild. Liðið er 12 stigum frá því en það eru 18 stig í pottinum. Örebro á einnig tölfræðilegan möguleika en liðið er tveimur stigum á eftir Trelleborg.

AGF er komið áfram í 16 liða úrslit danska bikarsins eftir sigur á Nykobing í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir rúmlega klukkutíma leik. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli þegar stundarfjóðungur var eftir af venjulegum leiktíma.


Athugasemdir
banner