Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
   lau 28. september 2024 17:52
Kári Snorrason
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
Lengjudeildin
Sigurpáll fagnar marki sínu vel og innilega.
Sigurpáll fagnar marki sínu vel og innilega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding leika í efstu deild karla í fyrsta sinn á næsta ári. Liðið lék gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Leikar enduðu með 1-0 sigri Aftureldingar. Eina mark leiksins skoraði Sigurpáll Melberg Pálsson en hann mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Afturelding

„Þetta er ólýsanleg tilfinning, að fá allan þennan stuðning. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta er mjög persónulegt, þetta skipti okkur miklu máli. Við komum hérna í fyrra, lærðum af reynslunni og kláruðum þetta", segir Sigurpáll sem er uppalinn í Aftureldingu.

Sigurpáll skoraði eina mark leiksins.

„Ég trúði þessu varla sjálfur. Ég sónaði út og gleymdi mér í fögnuðinum."

Leikurinn var mjög lokaður, það voru tækifæri á báða bóga. Mér fannst við verjast vel. Það þarf ekki meira en eitt mark. Það þarf bara að halda hreinu, skora eitt mark og þá er þetta búið. Og við gerðum það í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir