PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi segir tímabil Vals misheppnað: Þurfum að laga varnarleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var á köflum skrítinn leikur. Mjög svekkjandi fyrir þá í síðustu viku að vera nálægt því að eiga séns á Evrópusæti og ekki að spila upp á mikið, en við auðvitað að spila upp á mikið. Flott úrslit fyrir okkur en skrítinn leikur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir sigur Vals gegn ÍA á laugardag.

Hann var spurður út í tímabilið með Val sem endaði í 3. sæti deildarinnar og var úr leik í titilbarátunni fyrir mörgum umferðum síðan.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

„Þótt að Evrópusæti hafa náðst þá er tímabilið misheppnað. Við þurfum að bæta okkur, byggja ofan á það sem var gott og reyna laga það sem var slæmt. Það er nóg af góðum hlutum og nóg af hlutum sem við þurfum að bæta. Það er bara að halda áfram og vonandi breytist þetta á næsta tímabili."

Hvað veldur því að Valur endar í 3. sæti en ekki ofar?

„Varnarlega sem lið, þá er ég ekki bara að tala um varnarmennina eða markmennina, bara sem lið. Við fáum á okkur alltof mörg mörk. Við skoruðum næstflestu mörkin. Við þurfum að laga varnarleikinn sem lið, frá fremsta manni," segir Gylfi.

Er einhver staða á vellinum sem þú sérð að Valur þarf að styrkja?

„Nei nei, enda er það ekkert fyrir mig að tjá mig um það eða stjórna því. Það er bara stjórnin og þjálfararnir sem sjá um það. En auðvitað þurfum við að styrkja okkur varnarlega sem lið, og þá er ég ekki að tala um markmanninn, bakverðina eða miðverðina, við sem lið þurfum bara að bæta okkur, hvort það sé með nýjum leikmönnum eða bara á æfingasvæðinu."

Valur fékk 42 mörk á sig, þriðju fæstu mörkin í deildinni en þó ellefu mörkum meira en Breiðablik og níu mörkum meira en Víkingur.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner