Verðlaunahátíðin Ballon d'Or er í fullum gangi. Búið er að veita nokkur verðlaun en það er beðið eftir því hver fær gullboltann fyrir að vera besti leikmaðurinn á síðasta ári.
Harry Kane og Kylian Mbappe fengur viðurkenningu fyrir að vera markahæstir á síðustu leiktíð en þeir skoruðu 52 mörk hvor í öllum keppnum.
Kane, leikmaður Bayern, mætti og tók við Gerd Muller verðlaununum en Mbappe var ekki á staðnum þar sem enginn á vegum Real Madrid er á staðnum.
Það var talað um það í dag að enginn frá Real Madrid myndi mæta þar sem talað var um að Rodri myndi vinna Ballon d'Or verðlaunin á kostnað Vinicius og það hefur orðið raunin.
Athugasemdir