Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. nóvember 2019 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hafði heyrt misgóða hluti um lið erlendis"
„Maður býst oft við að aðstaðan sé betri í útlöndum"
Anna Björk í leik með Stjörnunni 2015.
Anna Björk í leik með Stjörnunni 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir gekk í raðir Örebro árið 2016 frá Stjörnunni. Hún lék eitt tímabil með félaginu en söðlaði svo um og gekk í raðir Limhamn Bunkeflo (LB07) og lék þar í tvö ár.

Snemma á þessu ári gekk hún svo í raðir PSV í hollensku deildinni.

Sjá einnig: Anna Björk: Vildi komast í topplið þar sem samkeppnin er mikil

„Örebro var fyrsta liðið mitt sem atvinnukona í fótbolta. Þetta var virkilega lærdómsríkt ár, við vorum með flott lið en úrslitin voru ekki að falla með okkur," sagði Anna við Fótbolta.net.

„Aðstaða liðsins var góð en ég hafði heyrt misgóða hluti um lið erlendis og ég held að þetta hafi verið flott lið fyrir mig til að byrja á. Ég spilaði næstum allar mínútur en fjárhagur liðsins var ekki góður og nánast engir útlendingar sömdu við liðið árið eftir."


Fréttaritari óskaði eftir því að vita meira um hvað Anna hefði heyrt um lið erlendis.

„Við (Íslendingar) áttum okkur oft ekki á því hvað við erum með góða aðstöðu heima á Íslandi, nokkrar innanhúshallir á höfuðborgarsvæðinu og flott íþróttasvæði."

„Maður býst oft við að aðstaðan sé betri í útlöndum en oft er aðstaðan verri ef eitthvað er. Að sjálfsögðu eru mörg lið með flotta aðstöðu en það er alls ekki sjálfsagt."

„Örebro var til dæmis með flottan völl og umgjörðin bara nokkuð góð. LB var með mun minni, eldri völl og bara sæmileg aðstaða og svo er allt annað í gangi hjá PSV,"
sagði Anna.

Sjá einnig:
Anna Björk: Vildi komast í topplið þar sem samkeppnin er mikil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner